Wednesday, January 5, 2011

5 jan

Þokkalegt veður í dag við Jódís skruppum í EG fjárfestum í þvottavél og útréttuðum aðeins.Björgvin kom að norðan og gekk vel,um kvöldið vorum við svo boðin í mat á Hákonarstöðum hjá þeim Birnu og Ragnari var þar vel veitt í mat og drikk og geingu menn saddir og sælir frá borðum, var okkur þá vísað til betri stofu þar sem við áttum gott spjall við heimilisfólk yfir kaffi og meðlæti, héldum heim á leið um kl hálf ellefu.Aðeins í landsmálin vinstri grænir funduðu stíft í allann dag og var talað við Steingrím að því loknu á honum mátti skilja að alt væri komið í besta lag í hrossastoðinu búið væri að handsama strokuhrissuna og binda hana á bás graðhesturinn kominn í rammgerða stíu og folaldið hlipi að vísu  um úti hálftrillt en komin hefði verið tími til að venja það undan svo það væri hið besta mál . verður fróðlegt að filgjast með  hvernig Steingrími gengur að tjónka við stóðið, þangað til næst.

No comments:

Post a Comment