Tuesday, January 4, 2011

4.jan

Leiðindaveður var hér í dag norðan 10 til 15 og snjókoma frost í kringum 6 stig. féð birgt inni.hvergi hafði pústað inn neitt að ráði enda eingin ofsi í veðrinu. um klukkan tvö gekk þetta svo niður að mestu. börnin héldu sig innan dyra en Sonja fór út að sinna hestum, lagði á Ós  reið inn að rétt og til baka lét hún vel af en klárinn hafði ég járnað daginn áður þá búinn að vera átta mánuði í fríi.Járningin gekk vel enda geðslagið gott.Krati er óðum að ná sér hleipur um og djöflast,stingur aðeins við,sárið er nánast horfið , smá hrúður en skermurinn kemur í veg fyrir að hann sleiki það.Hann er að spá einkverju norðanhaldi næstu daga svo innistaða á fé er fyrirsjáanleg þangað til næst

No comments:

Post a Comment