Tuesday, January 25, 2011

25 jan

Litla sistir á afmæli í dag , veðrið er fínt hann var frekar hægur sv seinnipartinn en í gærkvöldi var vestan roksperringur plús gráður 2=5. Er búinn að láta heimaærnar uppfyrir síðustu þrjá daga þær hafa staðið svona sirka 4=5 tíma á ,Hólur fara upp líka og gera sér töluvert , ég  er farinn að gefa síld aftur eftir ca mánaðar stopp.Sonja tekur Kóng og Ós á hverjum degi og lætur vel af.þeir fengu að vísu frí í dag þar sem hún fór í heimsókn út í Hofteig.Héraðsdómur Austurlands hvað upp vatnsréttindadóm í dag 1.6 miljarður er virði vatnsréttinda Jökulsár á Dal um ókomna framtíð ,það tekur virkjunina 4 mánuði að afla þeirrar upphæðar.jarðirnar eru að fá þetta 5=20 milljónir . matsnemdin sem uppreiknaði Blöndusamninginn fékk 20 milljónir fyrir þá vinnu ætli það hafi ekki tekið svona góða kvöldstund , samhengið er athiglisvert.

Thursday, January 20, 2011

20 jan

Suð vestan roksperringur í dag 0=2 gráður , mínus 2 um kvöldið, í gær var hann hægari suð austan + 5 og úrkomulaus að mestu .Ekki hefur auðnast mikið en tveir góðir dagar mindu gera mikið.Hólaselsærnar fara nú víðar um og eru kanski að ná svona tæpri mörk, það munar um minna ,enda er sagt að lítið dragi vesælann.Í gær kom Sveinn Pálsson hér, létt  var í Sveini og hafði hann frá ýmsu að segja , meðal annars að hann hefði verið að aðstoða Jón fyrrverandi hreppstjóra á Hvanná við gjafir í nokkra daga, þar sem Jón hefði dottið á svelli og meitt sig í öxl, lét Sveinn þar vel af öllu og sagði féð vænt, eins væri þar nóg af heyi, enda væri þar ekki lengur treist á útbeit. Eitt af því sem Sveinn sagði  frá búskaparhögum Jóns fannst mér þó áhugaverðast það var sú staðreind að Jón ætlaði að hafa gimbrarnar geldar þetta árið , hefði sagt að það Borgaði sig ekki.Ég lét Svein segja mér þetta þrisvar enda taldi ég víst að ef einhver vissi hvort það borgaði sig að hleipa á gemlinga þá væri það Jón á Hvanná.

Sunday, January 16, 2011

16 jan

Frekar kalt en stilt svipað og í gær , búinn að leggja slóð á Hólasel gekk það vel en þurfti að moka slatta í sneiðingnum mest til að losna við hliðhalla , traktorinn gekk svo í slóðina í dag . Lífeirissjóðirni eða öllu heldur þeir sem þeim stjórna eru í miklum vandræðum með að ávaxta pund sitt þessa dagana , það mun mest vera gjaldeirishöftum að kenna þeir geta sum sé ekki fjárfest í útlöndum en að þá detti til hugar að fjárfesta í atvinnuskapandi verkefnum hér heima svo maður tali nú ekki um gjaldeirisskapandi er ekki inn í myndinni. Þessar framsóknar og íhalds klíkur sem lífeirissjóðunum ráða skortir bæði kjark og vit til að bjarga sér.Forsvarsmenn sjóðanna hafa sagt að þeim beri að triggja hag skjólstæðinga sinna gott og vel en hvað ætlar maður sem er dauður úr hungri að gera við lífeiri.

Thursday, January 13, 2011

13. janúar 2011

Í gær fór ég austur til að sækja jeppann fékk far með Sigvalda veðrið var hálf leiðinlegt na jaglandi og kóf það var og nóg til þess að Arnórsstaðabrekkan var orðin þúngfær, Kjartan póstur dró okkur þar upp, færðin út í Múla var svipuð brekkunni en bíll Sigvalda gekk í slóð Kjartans og þurftm við ekki frekari hjálp. Komum í Eg rétt fyrir 4 ég verslaði lítilega og snérist, borðaði kvöldmat á Selás og hélt uppeftir tók í spil Skjöldólfsstöðum kominn heim kl hálf tvö. Í dag var veðrið sæmilegt mínus 6 og hægur úrkomulaust að mestu setti traktor í gang og fór með rúllu í veturgömlu ærnar síðan á Hólasel kannaði leiðina utan að mikill snjór í sneiðingnum og Hólalæknum annars minna en ég hélt.Reini að leggja slóð á jeppanum á morgun annars líti tíðindi.bara innistaða og leiðindi.

Monday, January 10, 2011

10 jan

Þokkalegt veður í dag frekar stilt og 10-15 mínus fékk far út á sel gekk neðan í Hólum til baka, töluvert hafði bæst við af snjó og var hann lausari enn í gær . Horfði á silfur eigils í gærkvöldi eigill hafði fengið eið guðnason svavar gestson ritstjórann á flettiblaðinu og vigdísi þingmann framsóknar til skrafs aðallega um esb ,sennilega hefur Svavar samið um það við Eigil að ekki yrði minnst á icesave því hann var ansi sperrtur og inn á milli virðulegur reindi líka að vera gáfulegur og tókst það einstakasinnum allvega vildi hann klára samningsferlið fá samning og kjósa um hann.Eiður var ágætur fréttamaður en sennilega frekar leiðinlegur maður, allavega lekur af honum hrokinn svona dæmigerður kraga krati.en óvitlaus og vill bara að við göngum í sambandið kvað sem það kostar enda búin að vera í gættinni í tuttugu ár , ritstjórinn var á því líka .Ekki gat ég áttað mig á framsóknarkonunni en ekki líst mér þannig á hana að líkleg sé hún til þess að krukka eitthvað í stirkjakerfi landbúnaðarins enda væri henni þá illa í ætt skotið stæði slíkt til.Eitt er þó víst að á meðan þingmenn sjálfstæðisflokksins liggja undir sægreifunum og framsókn hefur neitunarvald í flestun flokkum verður þetta sami grauturinn í illa þveginni sömu skálinni

Sunday, January 9, 2011

9 jan

Sæmilegt veður í dag en svo rauk hann upp með nv roki og tilheirandi kófi seinni partinn frostið var 12 gráður en svo dró úr því ,Jódís fór með mér í fyrri gjafirnar og stóð sig vel eins hjálpaði hún mömmu sinni í hesthúsinu Ragnar Jökull hélt sig innan dyra. Sonja lagði á Ós og reið út að Hólahorni , hún hafði boðið mér hestinn til að komast á beitarhúsin enn ég sagðist heldur vilja ganga það væri jú heilsusamlegt gekk gamla veginn neðan í Hólum þar hafði dregið í töluverða skafla og sumstaðar fram yfir neðri vegbrún harðir voru þeir og hef ég kanski markað svona tvær tommur í þá sem sagt þokkalegt göngufæri.Á göngu minni var mér hugsað til liðinna daga þegar menn eiddu löngum tíma í að leggja slóðir og handmoka sig í gegnum skaflana alt til þess að búa í haginn hver fyrir annann ,það var í þá daga.

Saturday, January 8, 2011

8 jan

Nú er veðrið gengið niður og var hann hægur í dag frost 7 stig og harðnandi smá él sem ekkert gerðu,traktorinn rauk í gang og keirði ég rúllur í hlöðurnar og setti fyrir hrossin, opnaði húsin og leifði fénu að viðra sig..

Thursday, January 6, 2011

6 jan

Nú er hann kaldur á köflum 15 stiga frost og 15 metrar á sekúndu ekkert tæki sett í gang hér í dag , gekk á beitarhúsin þar var reindar minni vindur eins og oft í norðan og norðvestan . Klausturselsmenn og Siggi Óla voru á ferð póstur kom ekki annars tíðindalítið jú þvottavélin virkar fínt þökk sé Sonju og Björgvin.

Wednesday, January 5, 2011

5 jan

Þokkalegt veður í dag við Jódís skruppum í EG fjárfestum í þvottavél og útréttuðum aðeins.Björgvin kom að norðan og gekk vel,um kvöldið vorum við svo boðin í mat á Hákonarstöðum hjá þeim Birnu og Ragnari var þar vel veitt í mat og drikk og geingu menn saddir og sælir frá borðum, var okkur þá vísað til betri stofu þar sem við áttum gott spjall við heimilisfólk yfir kaffi og meðlæti, héldum heim á leið um kl hálf ellefu.Aðeins í landsmálin vinstri grænir funduðu stíft í allann dag og var talað við Steingrím að því loknu á honum mátti skilja að alt væri komið í besta lag í hrossastoðinu búið væri að handsama strokuhrissuna og binda hana á bás graðhesturinn kominn í rammgerða stíu og folaldið hlipi að vísu  um úti hálftrillt en komin hefði verið tími til að venja það undan svo það væri hið besta mál . verður fróðlegt að filgjast með  hvernig Steingrími gengur að tjónka við stóðið, þangað til næst.

Tuesday, January 4, 2011

4.jan

Leiðindaveður var hér í dag norðan 10 til 15 og snjókoma frost í kringum 6 stig. féð birgt inni.hvergi hafði pústað inn neitt að ráði enda eingin ofsi í veðrinu. um klukkan tvö gekk þetta svo niður að mestu. börnin héldu sig innan dyra en Sonja fór út að sinna hestum, lagði á Ós  reið inn að rétt og til baka lét hún vel af en klárinn hafði ég járnað daginn áður þá búinn að vera átta mánuði í fríi.Járningin gekk vel enda geðslagið gott.Krati er óðum að ná sér hleipur um og djöflast,stingur aðeins við,sárið er nánast horfið , smá hrúður en skermurinn kemur í veg fyrir að hann sleiki það.Hann er að spá einkverju norðanhaldi næstu daga svo innistaða á fé er fyrirsjáanleg þangað til næst