Sunday, January 16, 2011

16 jan

Frekar kalt en stilt svipað og í gær , búinn að leggja slóð á Hólasel gekk það vel en þurfti að moka slatta í sneiðingnum mest til að losna við hliðhalla , traktorinn gekk svo í slóðina í dag . Lífeirissjóðirni eða öllu heldur þeir sem þeim stjórna eru í miklum vandræðum með að ávaxta pund sitt þessa dagana , það mun mest vera gjaldeirishöftum að kenna þeir geta sum sé ekki fjárfest í útlöndum en að þá detti til hugar að fjárfesta í atvinnuskapandi verkefnum hér heima svo maður tali nú ekki um gjaldeirisskapandi er ekki inn í myndinni. Þessar framsóknar og íhalds klíkur sem lífeirissjóðunum ráða skortir bæði kjark og vit til að bjarga sér.Forsvarsmenn sjóðanna hafa sagt að þeim beri að triggja hag skjólstæðinga sinna gott og vel en hvað ætlar maður sem er dauður úr hungri að gera við lífeiri.

No comments:

Post a Comment