Monday, January 10, 2011

10 jan

Þokkalegt veður í dag frekar stilt og 10-15 mínus fékk far út á sel gekk neðan í Hólum til baka, töluvert hafði bæst við af snjó og var hann lausari enn í gær . Horfði á silfur eigils í gærkvöldi eigill hafði fengið eið guðnason svavar gestson ritstjórann á flettiblaðinu og vigdísi þingmann framsóknar til skrafs aðallega um esb ,sennilega hefur Svavar samið um það við Eigil að ekki yrði minnst á icesave því hann var ansi sperrtur og inn á milli virðulegur reindi líka að vera gáfulegur og tókst það einstakasinnum allvega vildi hann klára samningsferlið fá samning og kjósa um hann.Eiður var ágætur fréttamaður en sennilega frekar leiðinlegur maður, allavega lekur af honum hrokinn svona dæmigerður kraga krati.en óvitlaus og vill bara að við göngum í sambandið kvað sem það kostar enda búin að vera í gættinni í tuttugu ár , ritstjórinn var á því líka .Ekki gat ég áttað mig á framsóknarkonunni en ekki líst mér þannig á hana að líkleg sé hún til þess að krukka eitthvað í stirkjakerfi landbúnaðarins enda væri henni þá illa í ætt skotið stæði slíkt til.Eitt er þó víst að á meðan þingmenn sjálfstæðisflokksins liggja undir sægreifunum og framsókn hefur neitunarvald í flestun flokkum verður þetta sami grauturinn í illa þveginni sömu skálinni

No comments:

Post a Comment