Friday, February 4, 2011

4 feb

Ágætt veður í dag að vísu rauk frostið upp seinni partinn ,er 17 stig núna kl2330 þær stóðu ekki nema 2 og hálfan tíma hér heima . Sonja tók Ós og reið út á sel  fór neðan í Hólum ,gekk það vel þar sem gamli snjórinn heldur þokkalega.Ég spurði Jódísi í gær hvort hana langaði ekki í hvolp nei sagði hún mig langar í svín.. Það kvartar yfir því fólkið í Reykjavík að löggæslan sé lítil og als konar líður vaði þar uppi og enn skal skorið niður ekki bara í löggæslu heldur í þjónustu ýmiskonar . Vandræðalegast er nú samt að ekki skuli vera hægt að vernda saklausa íbúa fyrir glæpalíð og göturónum ,það vanti pening til þess. !  En peningarnir eru til það þarf bara að hagræða lítillega , Sameina Mosfellsbæ Reykjavík Seltjarnarnes Garðabæ Álftanes Kópavog og Hafnarfjörð , kver voru annars rökin fyrir því að gera það ekki ?. og gaman væri að vita hvursu mikið sparaðist í stjórnunarkostnaði  ég hugsa að lögreglan fengi nóg til að bíta og brenna og íbúar Laugavegar gætu jafnvel farið út á kvöldin á þess að eiga það á hættu að fá sprautunál í afturendann .En svona sameinigar eru einfaldlega of gáfulegar , og ekki má heldur gleima þvi að hagsmunir þeirra sem stjórna eru vissulega í húfi.

No comments:

Post a Comment