Sunday, February 13, 2011

13 feb

Hann reif sig til á vestur loftinu um kaffileitið í dag og þá stitti upp, mikið sem það var nú gott, búinn að vera suddi í 3 daga með innrensli og ógeðslegheitum , það er og svellað við hús eins töluvert á túnum ,verður sjálfsagt leiðinlegt að koma fénu frá . Hólaselsærnar höfðu farið upp fyrir veg í dag ,hef gefið tæft kílo þar undanfarið, rúmt hér heima . ..Forsetinn var hjá Agli í silfrinu í dag ,það lá vel á honum og bjartsínn var hann , talaði um vatn og vit taldi nóg eftir af hvorutveggja, fagurt land og fisk í sjó . ekki yfir neinu að kvarta .Ólafur sagðist hafa ýmislegt fyrir stafni en mest væri að gera í því að tala við erlenda fjömiðla . þar veit ég að hann stendur sig vel ýbigginn og yfirvegaður . Egill reindi að gagnrína viðmælanda sinn  en gekk hægt, best var reindar þegar hann sagði að svona miðað við aðra forseta þá findist fólki sem hann( Ólafur )leiki frekar lausum hala heima á Bessastöðum  , þetta kjætti Ólaf sem annars svaraði öllu skilmerkilega,kurteis og laus við yfirlæti.Eitt er víst að væru þeir báðir á meðal vor þeir Mússaéff skransali og Grímur rakari mættu þeir vera  stoltir af syni sínum.

No comments:

Post a Comment