Tuesday, February 1, 2011

2 feb

Hann var frekar hvass í dag en þurrt og smá sólarglennur, þær stóðu 4 tíma hér heima hafa vonandi náð sér í firri gjöfina . Árni í Garði hringdi í dag hann vill endilega láta mig hafa hund  Danni á Vaðbrekku  hafði sagt honum að ég kinni eitthvað með svoleiðis skepnur að fara, ekki gerði ég nú mikið úr því en við  ákváðum eingu að síður að ég fengi hvolp og skildi hann sendur með fyrstu ferð austur. Hvolparnir eru undan tík sem Árni á og Mac frá Eyrarlandi sem er nú reindar innfluttur af frægu kyni.Verður gaman að sjá hvernig þetta fer, en 2-3 hunda verða menn að eiga það er nokkuð ljóst. Kristinn Pétursson var í silfri eigils vel framm geinginn síndist mér, hann er hægri maður með jarðsamband  en slíkir menn lentu undir í sjálfstæðisflokknum , þar ráða ríkjum undirlægjur sægreifa og heildsala . Kristinn útskírði fyrir Agli hvernig sægreifarnir veðsettu aflaheimildirnar, sem bankarnir síðan sáu um að hækka verðið á , = peningaprentun þensla loftbóla. síðan voru veðin seld eða tekin upp í skuld af ESB bönkum. Tæknilega séð tilheira aflaheimildirnar ESB, um þetta má ekki tala.Ransóknarnemdin mintist víst ekki einu orði á þetta  sennilega gleimt því.

No comments:

Post a Comment