Sunday, February 13, 2011

13 feb

Hann reif sig til á vestur loftinu um kaffileitið í dag og þá stitti upp, mikið sem það var nú gott, búinn að vera suddi í 3 daga með innrensli og ógeðslegheitum , það er og svellað við hús eins töluvert á túnum ,verður sjálfsagt leiðinlegt að koma fénu frá . Hólaselsærnar höfðu farið upp fyrir veg í dag ,hef gefið tæft kílo þar undanfarið, rúmt hér heima . ..Forsetinn var hjá Agli í silfrinu í dag ,það lá vel á honum og bjartsínn var hann , talaði um vatn og vit taldi nóg eftir af hvorutveggja, fagurt land og fisk í sjó . ekki yfir neinu að kvarta .Ólafur sagðist hafa ýmislegt fyrir stafni en mest væri að gera í því að tala við erlenda fjömiðla . þar veit ég að hann stendur sig vel ýbigginn og yfirvegaður . Egill reindi að gagnrína viðmælanda sinn  en gekk hægt, best var reindar þegar hann sagði að svona miðað við aðra forseta þá findist fólki sem hann( Ólafur )leiki frekar lausum hala heima á Bessastöðum  , þetta kjætti Ólaf sem annars svaraði öllu skilmerkilega,kurteis og laus við yfirlæti.Eitt er víst að væru þeir báðir á meðal vor þeir Mússaéff skransali og Grímur rakari mættu þeir vera  stoltir af syni sínum.

Tuesday, February 8, 2011

8 feb

Hlákubróðir í dag frost 18 stig í morgun en upp úr hádegi fór að draga úr því og um kaffileitið var það komið í 4 stig,hef ekki látið uppfyrir í 2 daga. Þeir eru sjálfum sér líkir sjálfstæðismenn þessa dagana ,sægreifar og sérhagsmunir það eru þeirra ær og kýr, nú eru það samtök atvinnurekanda  með Vilhjálm Egilsson í broddi filkingar sem ætla að gera sig gildandi það á sum sé ekki að semja um eitt eða neitt við launafólk og verkalíð þessa lands nema sægreifarnir fái að halda gjafakvótanum í 65 ár fyrir sem minst og helst ekki neitt, þarna er verið að sleikja höndina sem gefur en það er ekkert nítt hjá þessu liði . Réttast væri að fyrna þessar aflaheimildir á 5 árum og leifa þeim að fara á hausinn sem það vilja ,bygðateingja allann kvóta leigja hann síðan á sanngjörnu verði sem gangi svo beint til viðkomandi landshluta og verði notað í þjónustu og atvinnuuppbiggingu þar.

Friday, February 4, 2011

4 feb

Ágætt veður í dag að vísu rauk frostið upp seinni partinn ,er 17 stig núna kl2330 þær stóðu ekki nema 2 og hálfan tíma hér heima . Sonja tók Ós og reið út á sel  fór neðan í Hólum ,gekk það vel þar sem gamli snjórinn heldur þokkalega.Ég spurði Jódísi í gær hvort hana langaði ekki í hvolp nei sagði hún mig langar í svín.. Það kvartar yfir því fólkið í Reykjavík að löggæslan sé lítil og als konar líður vaði þar uppi og enn skal skorið niður ekki bara í löggæslu heldur í þjónustu ýmiskonar . Vandræðalegast er nú samt að ekki skuli vera hægt að vernda saklausa íbúa fyrir glæpalíð og göturónum ,það vanti pening til þess. !  En peningarnir eru til það þarf bara að hagræða lítillega , Sameina Mosfellsbæ Reykjavík Seltjarnarnes Garðabæ Álftanes Kópavog og Hafnarfjörð , kver voru annars rökin fyrir því að gera það ekki ?. og gaman væri að vita hvursu mikið sparaðist í stjórnunarkostnaði  ég hugsa að lögreglan fengi nóg til að bíta og brenna og íbúar Laugavegar gætu jafnvel farið út á kvöldin á þess að eiga það á hættu að fá sprautunál í afturendann .En svona sameinigar eru einfaldlega of gáfulegar , og ekki má heldur gleima þvi að hagsmunir þeirra sem stjórna eru vissulega í húfi.

Tuesday, February 1, 2011

2 feb

Hann var frekar hvass í dag en þurrt og smá sólarglennur, þær stóðu 4 tíma hér heima hafa vonandi náð sér í firri gjöfina . Árni í Garði hringdi í dag hann vill endilega láta mig hafa hund  Danni á Vaðbrekku  hafði sagt honum að ég kinni eitthvað með svoleiðis skepnur að fara, ekki gerði ég nú mikið úr því en við  ákváðum eingu að síður að ég fengi hvolp og skildi hann sendur með fyrstu ferð austur. Hvolparnir eru undan tík sem Árni á og Mac frá Eyrarlandi sem er nú reindar innfluttur af frægu kyni.Verður gaman að sjá hvernig þetta fer, en 2-3 hunda verða menn að eiga það er nokkuð ljóst. Kristinn Pétursson var í silfri eigils vel framm geinginn síndist mér, hann er hægri maður með jarðsamband  en slíkir menn lentu undir í sjálfstæðisflokknum , þar ráða ríkjum undirlægjur sægreifa og heildsala . Kristinn útskírði fyrir Agli hvernig sægreifarnir veðsettu aflaheimildirnar, sem bankarnir síðan sáu um að hækka verðið á , = peningaprentun þensla loftbóla. síðan voru veðin seld eða tekin upp í skuld af ESB bönkum. Tæknilega séð tilheira aflaheimildirnar ESB, um þetta má ekki tala.Ransóknarnemdin mintist víst ekki einu orði á þetta  sennilega gleimt því.

Tuesday, January 25, 2011

25 jan

Litla sistir á afmæli í dag , veðrið er fínt hann var frekar hægur sv seinnipartinn en í gærkvöldi var vestan roksperringur plús gráður 2=5. Er búinn að láta heimaærnar uppfyrir síðustu þrjá daga þær hafa staðið svona sirka 4=5 tíma á ,Hólur fara upp líka og gera sér töluvert , ég  er farinn að gefa síld aftur eftir ca mánaðar stopp.Sonja tekur Kóng og Ós á hverjum degi og lætur vel af.þeir fengu að vísu frí í dag þar sem hún fór í heimsókn út í Hofteig.Héraðsdómur Austurlands hvað upp vatnsréttindadóm í dag 1.6 miljarður er virði vatnsréttinda Jökulsár á Dal um ókomna framtíð ,það tekur virkjunina 4 mánuði að afla þeirrar upphæðar.jarðirnar eru að fá þetta 5=20 milljónir . matsnemdin sem uppreiknaði Blöndusamninginn fékk 20 milljónir fyrir þá vinnu ætli það hafi ekki tekið svona góða kvöldstund , samhengið er athiglisvert.

Thursday, January 20, 2011

20 jan

Suð vestan roksperringur í dag 0=2 gráður , mínus 2 um kvöldið, í gær var hann hægari suð austan + 5 og úrkomulaus að mestu .Ekki hefur auðnast mikið en tveir góðir dagar mindu gera mikið.Hólaselsærnar fara nú víðar um og eru kanski að ná svona tæpri mörk, það munar um minna ,enda er sagt að lítið dragi vesælann.Í gær kom Sveinn Pálsson hér, létt  var í Sveini og hafði hann frá ýmsu að segja , meðal annars að hann hefði verið að aðstoða Jón fyrrverandi hreppstjóra á Hvanná við gjafir í nokkra daga, þar sem Jón hefði dottið á svelli og meitt sig í öxl, lét Sveinn þar vel af öllu og sagði féð vænt, eins væri þar nóg af heyi, enda væri þar ekki lengur treist á útbeit. Eitt af því sem Sveinn sagði  frá búskaparhögum Jóns fannst mér þó áhugaverðast það var sú staðreind að Jón ætlaði að hafa gimbrarnar geldar þetta árið , hefði sagt að það Borgaði sig ekki.Ég lét Svein segja mér þetta þrisvar enda taldi ég víst að ef einhver vissi hvort það borgaði sig að hleipa á gemlinga þá væri það Jón á Hvanná.

Sunday, January 16, 2011

16 jan

Frekar kalt en stilt svipað og í gær , búinn að leggja slóð á Hólasel gekk það vel en þurfti að moka slatta í sneiðingnum mest til að losna við hliðhalla , traktorinn gekk svo í slóðina í dag . Lífeirissjóðirni eða öllu heldur þeir sem þeim stjórna eru í miklum vandræðum með að ávaxta pund sitt þessa dagana , það mun mest vera gjaldeirishöftum að kenna þeir geta sum sé ekki fjárfest í útlöndum en að þá detti til hugar að fjárfesta í atvinnuskapandi verkefnum hér heima svo maður tali nú ekki um gjaldeirisskapandi er ekki inn í myndinni. Þessar framsóknar og íhalds klíkur sem lífeirissjóðunum ráða skortir bæði kjark og vit til að bjarga sér.Forsvarsmenn sjóðanna hafa sagt að þeim beri að triggja hag skjólstæðinga sinna gott og vel en hvað ætlar maður sem er dauður úr hungri að gera við lífeiri.