Thursday, January 20, 2011

20 jan

Suð vestan roksperringur í dag 0=2 gráður , mínus 2 um kvöldið, í gær var hann hægari suð austan + 5 og úrkomulaus að mestu .Ekki hefur auðnast mikið en tveir góðir dagar mindu gera mikið.Hólaselsærnar fara nú víðar um og eru kanski að ná svona tæpri mörk, það munar um minna ,enda er sagt að lítið dragi vesælann.Í gær kom Sveinn Pálsson hér, létt  var í Sveini og hafði hann frá ýmsu að segja , meðal annars að hann hefði verið að aðstoða Jón fyrrverandi hreppstjóra á Hvanná við gjafir í nokkra daga, þar sem Jón hefði dottið á svelli og meitt sig í öxl, lét Sveinn þar vel af öllu og sagði féð vænt, eins væri þar nóg af heyi, enda væri þar ekki lengur treist á útbeit. Eitt af því sem Sveinn sagði  frá búskaparhögum Jóns fannst mér þó áhugaverðast það var sú staðreind að Jón ætlaði að hafa gimbrarnar geldar þetta árið , hefði sagt að það Borgaði sig ekki.Ég lét Svein segja mér þetta þrisvar enda taldi ég víst að ef einhver vissi hvort það borgaði sig að hleipa á gemlinga þá væri það Jón á Hvanná.

No comments:

Post a Comment